Erindi

Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Þann 28. janúar 2016 var samskiptasetur Erindis opnað að Spönginni 37 í Reykjavík, en þar geta aðstandendur í samskiptamálum fengið fría ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum. Í samskiptasetri er opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10 til 14 eða eftir samkomulagi. Símaþjónusta er opin alla virka daga frá kl. 10 til 17. Yfir sumartímann er skrifstofa og símaþjónusta lokað, en nálgast má þjónustu á erindi@erindi.is.