Námskeið fyrir kennara í núvitund
03.10.2018Núvitundarnámskeið fyrir kennara verður haldið í húsnæði Erindis. Hægt er að velja á milli 24.október og 29.október næstkomandi klukkan 20-22. Kynntar verða hugmyndir um hvernig kennarar geta nýtt sér núvitund í kennslu og æft með nemendum sínum. Verð 10.000 og skráning fer fram undir pantanir.