Erindi

Erindi eru samtök fagfólks á sviði uppeldis-, lýðheilsu- og menntunarfræða og hafa það hlutverk að miðla fræðslu og skapa almenna umræðu um málefni sem varða hag barna og ungmenna á öllum skólastigum. Þann 28. janúar 2016 var samskiptasetur Erindis opnað að Spönginni 37 í Reykjavík, en þar geta aðstandendur í samskiptamálum fengið fría ráðgjöf og þjónustu frá fagaðilum. Skrifstofa Erindis er opin miðvikudaga kl. 10 - 14 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Símaþjónusta Erindis er opin alla virka daga frá kl. 10 til 17.