Æfingar án bolta
Þegar unnið er með æfingar án bolta er mikil áhersla lögð á samstarf. Gott og náið samstarf hjálpar til við að styrkja hópinn og efla liðsandann. Ef góður og jákvæður liðsandi ríkir í hópnum þá er skemmtilegra að mæta á æfingu.
-
Æfing - Bíllinn
Undirbúningur:
Skiptið þátttakendum í pör. Annar einstaklingurinn er bíllinn, hann á að hafa bundið fyrir augun og má ekki tala. Hinn aðilinn er bílstjóri bílsins og á að gefa bílnum merki um það í hvaða átt hann á að fara hann má ekki tala við bílinn.
Svona er gert:
-
Bílstjórinn stendur á bak við bílinn og setur hendurnar á axlir hans. Hann á að stýrir bílnum með því að þrýsta t.d. á hægri upphandlegg bílsins og gefa þar með til kynna að hann eigi að beygja til hægri og svo koll af kolli til að komast á leiðarenda. Það er mjög mikilvægt að bílstjórinn sé mjög varkár þegar hann er að stýra svo að bíllinn finni að hann geti treyst bílstjóranum og sé öruggur þegar hann hreyfir sig. °
-
Ef bílstjórinn missir takið á bílnum þá verður hann að stoppa
-
Skipta á um hlutverk eftir u.þ.b. 3 mínútur.
Gott ráð:
Leggðu braut með smá hindrunum sem bílarnir verða að forðast að keyra á.
-
Æfing - Rennilásinn
Undirbúningur:
Skiptið leikmönnunum upp í tvo eða fleiri hópa allt eftir fjölda þátttakenda. Það þarf ekki að skipta hópnum upp ef hann telur innan við tuttugu einstaklinga.
Svona á að gera:
-
Allir þátttakendur leggjast á bakið hlið við hlið þétt saman og axlir snertast. Þeir eiga að liggja þannig að fæturnir vísa alltaf til skiptis til hægri og vinstri. Þátttakendur eiga að hafa olnbogana í gólfi og hendur niður með síðunum.
-
Nú á einn þátttakandi á leggjast á bakið ofan á þá sem liggja og þeir eiga að selflytja hann yfir á hinn enda raðarinnar.
-
Þegar þátttakandinn er kominn út í enda þá leggst hann við hlið þess síðasta og sá fremsti leggur af stað. Þetta er endurtekið þar til allir hafa farið eina ferð.
Gott ráð:
Það er hægt að breyta æfingunni þannig að þátttakandinn rúllar sér yfir hina í stað þess að hann sé selfluttur.
3. Æfing - Líkaminn sem form
Undirbúningur:
Skiptið þátttakendum upp í þriggja til fjögurra manna hópa.
Svona er gert:
-
Gefðu þátttakendum fyrirmæli sem þeir eiga að útfæra með líkömunum. Þeir geta t.d. átt að búa til tölustaf, bókstaf, geometrísk form, nafn, skammstöfun eða merki íþróttafélagsins.
-
Mikilvægt er að allir þátttakendur séu með í hverju formi fyrir sig.
-
Æfing - Keðja
Undirbúningur:
Veljið einn þátttakanda sem á að vera veiðimaðurinn.
Svona á að gera:
-
Veiðimaðurinn á að veiða/ná öðrum þátttakanda. Þegar hann hefur náð honum eiga þeir að leiðast hönd í hönd og byrja að mynda keðju. Veiðarnar halda áfram og í hvert skipti sem einhver er veiddur þá lengist keðjan.
-
Þegar tekist hefur að mynda fjögurra manna keðju þá skiptist hún í tvennt og báðar keðjurnar halda áfram að veiða, með þessu móti verða alltaf til fleiri og fleiri tveggja manna keðjur.
-
Leiknum líkur þegar að allir þátttakendur eru komnir í tveggja manna keðju.
Gott ráð:
Einnig er hægt að spila leikinn eins og stórfiskaleik þar sem eitt par byrjar á miðjum velli og reyna að ná þeim sem hlaupa yfir völlinn. Þegar tekist hefur að mynda fjögurra manna keðju þá skiptist hún í tvennt og þannig er haldið áfram koll af kolli þar til náðst hefur að veiða alla.
-
Æfing - Hjólið snýst
Undirbúningur:
Skiptið þátttakendum upp í pör.
Svona á að gera:
-
Parið leggjast á bakið og láta iljarnar á hvor öðrum snertast.
-
Nú á parið að rúlla sér í hring án þessa að láta liljarnar hætti að snertast.
Góð ráð:
-
Til að gera æfinguna meira krefjandi geta pörin lagt fæturna í kross eða notað bara annan fótinn.
-
Einnig er hægt að liggja á bakinu teygja hendurnar upp fyrir höfuð, haldast í hendur og rúlla sér í hring.
-
Einnig er hægt að halda bolta á milli sín og rúlla sér í hring.