Æfingar með handbolta

Í þessum æfingum er áherslan á samvinnu, að vinna með hvoru öðru en ekki á móti. Líka þegar það er bolti inn á vellinum.  

Byrjaðu á einföldustu æfingunni, og prófaðu sem flestar æfingar svo þú finnir þær sem henta best liðinu sem þú ert að vinna með.  

 

 1. Æfing - Frjósa 

Undirbúningur:  

Notið keilur til að afmarka svæði eða veljið svæði sem er afmarkað og hentar fjölda barna, t.d. einn fjórði eða hálfur handboltavöllur.  

Tæknilegar áherslur: 

Hraðabreytingar og boltafærni. 

Svona er gert: 

 1. Nokkrir leikmenn spila saman. Allir rekja sinn bolta nema einn sem er hann (fangelsar) og er án bolta. Hann hleypur um innan afmarkaða svæðisins og reynir að klukka eins marga leikmenn og hann getur og sem eiga þá að frjósa. 

 1. Sá sem er frosinn stendur með bil á milli lappanna og aðeins er hægt að frelsa hann með því að skjóta eða rúlla bolta á milli  lappa hans.  

 1. Skiptist á að vera fangelsarinn á þriggja mínútna fresti.  

Góð ráð: 

 • Í staðinn fyrir að skipta um fangavörðinn á þriggja mínútna fresti getur sá sem búið er að klukka tvisvar eða þrisvar skilað inn boltanum, skipt um hluverk, og  aðstoðað fangavörðinn við að klukka. Með þessu móti geta fangaverðirnir náð öllum og auk þess er þetta góð samvinnuæfing þar sem fangaverðirnir vinna saman að því að ná öllum.  

 • Ef  mörg börn taka þátt má hafa marga fangaverði, með því móti eru allir virkir þátttakendur.  

 http://antibulli.dk/paa-banen/oevelser-med-bold/staatrold/

 1. Æfing  - Láta boltann ganga 

Undirbúningur:  

Raðaðu börnunum í eina langa röð. Þau þurfa ekki að standa í þráðbeinni röð heldur mega vera sveigjur á röðinni. Hægt er að gera æfinguna í einum eða fleiri hópum, fer eftir fjölda barna.  

Tæknilegar áherslur: 

Ná jafnvægi áður en boltinn er gefinn, æfa návígi með boltann og að meta hversu fast þarf að gefa.  

Svona er gert: 

 

 1. Fremsti leikmaðurinn í röðinni heldur á boltanum. Hann snýr upp á búkinn á sér og réttir leikmanninum fyrir aftan sig boltann. Ef leikmaðurinn tekur við boltanum vinstra megin réttir hann leikmanninum fyrir aftan sig boltann til hægri og svo koll af kolli.  

 1. Þegar leikmaðurinn í endann fær boltann hleypur hann fremst í röðina og byrjar upp á nýtt.  

 

Góð ráð: 

 • Einnig er hægt að gefa boltann til næsta manns yfir höfuðið eða á milli lapanna. 

 • Látið þátttakendur standa í hring i stað þess að vera í röð.  

 • Prófið að taka tímann á einni umferð og látið leikmenn reyna að bæta tímann.  

 

 

 1. Æfing - Parabolti 

Undirbúningur:  

Setjið keilur upp í ferninga. Ferningurinn verður að vera það stór að leikmenn hafi pláss til að athafna sig.  

Skiptu leikmönnunum upp í pör. Æfinguna er hægt að gera í einum eða mörgum hópum, fer eftir fjölda barna. Athugið að best er að þjálfari skipti þeim upp í pör.  

 

Tæknilegar áherslur: 

Annar leikmaður verður ætíð að hafa boltann.  Á sama tíma verða leikmenn að samhæfa sig, tala saman um hlaupaátt, hvenær boltinn er gefinn og hvenær er driplað.  

 

Svona skal gera:  

 1. Pörin haldast í hendur, sem þýðir að annar leikmaðurinn þarf að drippla með vinstri hendi. Pörin gefa á hvort annað og skiptast á að dripla boltann. 

 1. Tveir þriðju paranna hafa einn bolta á par og hin pörin eiga að reyna að ná boltanum af þeim. Þegar boltanum er náð af pari er skipt um hlutverk og hitt parið reynir að ná boltanum.  

 

Góð ráð:

Ef þarf, bætið boltum við leikinn.  

 

 1. Æfing - Fangaleikur 

Auðveldur og skemmtilegur leikur. Hér er málið að kasta, grípa og vinna saman.  

 

Undirbúningur:

Notið keilur til að afmarka leið eða afmarkið svæði sem passar fjölda barna. Til dæmis, einn fjórði eða hálfur handboltavöllur.  

Skiptið leikmönnum í 12-15 manna hópa.  

 

Tæknilegar áherslur: 

Kasta og grípa hratt og meta stefnu meðspilara.  

 

Svona er gera: 

 1. Veljið þrjá fangaverði sem munu fanga hina þátttakendurna.  

 1. Börnin sem ekki eru fangaverðir fá þrjá bolta.  Leikmennirnir sem eru með bolta eru stikkfríir.  

Markmiðið er að hjálpa hvort öðru með því að gefa boltann til að koma í veg fyrir að leikmaður náist.  

 

5.Æfing – Kasta í kross 

Þessi æfing krefst góðrar einbeitingar þátttakenda, sérstaklega þeirra sem eru að kasta boltanum.  

 

Undirbúningur: 

Myndið ferhyrning með fjórum keilum. Bilið á milli keilanna verður að henta getu þátttakenda.  

 

Tæknilegar áherslur:  

Fara fram hjá leikmönnum á hreyfingu. 

 

Svona á að gera: 

 1. Skiptu börnunum í fjórar raðir á bak við hverja keilu. Sá fremsti í tveimur hópum fær svo bolta.  

 1. Þegar þú segir „núna“ kasta sá fremsti boltanum til þess sem er ská á móti honum. Þegar hann hefur kastað boltanum hleypur hann aftast í röðina.  

 1. Leikmenn verða að halda boltanum í leik og passa að þeir klessi ekki á hvorn annan.  

 

 

6.Æfing - Götuhandbolti 

Í götuhandbolta er notaður mjúkur bolti sem er auðveldara að grípa og meiðir ekki þá sem standa t.d. í marki. Æfingin er góð fyrir nýja leikmenn og leikmenn á mismunandi getustigum.  

 

Undirbúningur:

 • Skiptu vellinum upp í 2-3 minni velli með litlum mörkum. 

 • Skiptið börnunum í fjögurra manna hópa. 

 

Tæknilegar áherslur: 

Æfa flæðið í leiknum og að hafa gaman. Leikurinn hefur möguleika, hægt að vinna með stöðu handa og fóta þegar þú kastar og tekur á móti boltanum. 

 

Svona á að gera: 

 1. Tvo lið leika á móti hvoru öðru. 

 1. Spilað eins og handbolti nema með eftirfarandi breytingum: 

1. Leikmenn mega ekki tækla eða koma leikmanninn,aðeins standa í vegi fyrir skotinu.  

2. Boltanum má einungis ná þegar hann er laus í loftinu eða á jörðinni. 

3. Leikmenn mega ekki drippla boltanum og ekki taka meira en þrjú skref með boltann.  

3. Venjulegt mark gefur eitt stig. Öðruvísi, frumleg og flott mörk gefa tvö stig, t.d. að skora fyrir aftan bak, á milli lappanna, úr fríkasti, ef markmaður skorar, eða þér tekst að gera ballett snúning eða vippa.  

Er líka hægt að spila æfinguna án stiga.  

 1. Leikur, til dæmis, 1 x 10 minútur eða 2 x 10 mínútur.

 

Góð ráð: 

 • Hægt er að spilað götuhandbolta úti og á alls konar yfirborðum.  

 • Reglurnar eru leiðbeinandi, Við getum búið til okkar eigin saman.  

 • Það er einnig hægt að spila þrír á móti þremur eða fimm á móti fimm, hámark sex á móti sex. Ef það eru fleiri en fjórir í liðinu skal spila með skiptimenn. Og skipta út eftir hverja umferð.  

 • Hafðu götuhandbolta-mót þar sem hægt er að verðlauna leikmenn og lið fyrir heiðarlegan og góðan leik.  

Lesið meira um götuhandbolta á: streethandball.org

7.Æfing – Spjaldabolti 

Þessi æfing er skemmtileg en örlítið erfið. Liðin þurfa að vinna saman að því að vinna sér inn stig.  

Undirbúningur: 

Skiptið leikmönnum í tvo eða fjóra hópa. Besta stærðin í hópi eru  sex leikmenn en þú getur haft allt frá fjórum upp í tíu leikmenn í hverju liði.  

 

Tæknilegar áherslur: 

Góðar sendingar – og hverjum þú sendir. 

 

Það er munur á hvort þú sendir boltann á leikmann sem er öruggur í að taka móti boltanum eða er óöruggur. Þegar sá sem er öruggur kastar til þess sem er óöruggur læra báðir af því. Sá sem er öruggur sér að hann þarf að vanda sendinguna og sá sem er óöruggari sér að hann getur vel gripið boltann.  

 

Svona á að gera: 

 1. Liðin spila á móti hvoru öðru. 

 1. Þú færð stig þegar annar í liðinu kastar boltanum í körfuboltaspjaldið og hinn grípur hann á leiðinni tilbaka.  

 1. Leikmenn mega ekki tækla eða koma við hvorn annan, einungis standa í vegi fyrir skotum.  Leikmenn mega ekki drippla og taka meira en þrjú skref með boltann.  

 1. Ef mótherji grípur boltann eða þú missir hann gefur það ekki stig.  

 1. Mótherji á að reyna að ná boltanum eða að koma í veg fyrir að hitt liðið skori.  

 

Góð ráð: 

Ef það er ekki körfuboltaspjald í salnum getur þú notast við kassa eða körfu til að henda í. 

 

 

8. Æfing - Senda/Trufla

 

Klassísk handboltaæfing, en hér í öðrum búningi.  Áherslan er á  samstöðu og vinskap óháð kyni, aldri og liði. 

 

Undirbúningur: 

 • Skiptið leikmönnum í pör. Það er mikilvægt að þjálfari velji í pörin svo þeir sömu standi ekki alltaf eftir. Tæknilega betri leikmenn gætu þá spilað við getuminni leikmenn. Með þessum hætti læra betri leikmenn að tala tillit til þeirra sem minna geta, eru nýir eða hafa slaka tækni. Þeir getuminni fá þá meira sjálfstraust þegar þeir æfa sig með getumeiri leikmönnum.  

 

Tæknilegar áherslur: 

Gæta að hand og fótstöðu þegar ferðast er áfram á meðan boltinn er sendur og tekuð er við honum.   

 

Svona á að gera:  

Leikmenn kasta boltanum á milli sín með ýmsum hætti, venjulegu yfirhandaskoti, háu yfirhandaskoti, undirhandaskoti, senda með báðum höndum, með uppstökki, aftur fyrir bak sendingu, hliðarsendingu, með gabbhreyfingu til hliðar.  

 

Góð ráð: 

Munið að hrósa þegar eldri eða tæknilega betri leikmaður hjálpar yngri eða tæknilega slakari leikmanni.