Verkefni 1
Áhöld: Boltar, mörk, keilur, vesti (2 litir)
Upphitun – 10 mín
Markmið:
Koma blóðflæði af stað til hjarta, örva vöðva, mýkja liði og forðast meiðsli.
Áhersla:
Samvinna
Æfingar:
Allir með bolta á afmörkuðu svæði. Rekja bolta innan svæðis þegar þjálfari flautar á að ná sambandi við annan leikmann og skilja boltann eftir fyrir hanna, senda boltann á milli, halda á bolta og kasta honum á milli, skalla. Fyrst má tala saman svo er það bannað og á að nota augnsamband.
Aðalþáttur 1a og 1b – 30 mín
Markmið: að venjast bolta, samhæfing, tækni, sendingar og móttökur.
Æfing: 1a (10 mín) – Þrjár og þrjár saman.
Áhersla: Knattrak, stutt og langar sendingar.
Raða sér á keilur, tvær á aðra og einn á hina. Rekja og skilja eftir fyrir næsta, rekja og senda hálfa leið, senda alla leið.
1b (20 mín): 5 manna hópar
Áhersla: Móttökur og stuttar sendingar
Leikmenn sem standa við keilurnar senda boltann á milli sín og sá í miðjunni reynir að ná honum. Ef það tekst skiptir hann við þann leikmann sem missti boltann. Bæta við, senda þvert yfir á leikmanninn sem stendur beint á móti, auki stig.
Aðalþáttur 2 – 15 mín
Markmið: móttökur, innanfótarspyrnur, auk leikskilning, nota breidd, fyrirgjafir.
Áhersla: nýta breiddina, fyrirgjafir
Æfingar: skipti í 2-3 lið og spila á stórum velli með einn batta hvoru megin, hámark 6:6+battar. Ef þrjú lið spilar það lið sem bíður á lítil mörk 2:2 eða 3:3.
Niðurlag - 5 mín
Markmið: endurheimt að lokinni æfingu, koma líkamanum í ró og teygja á vöðvum.
Áhersla: spjalla
Æfingar: teygjur og spjall
Verkefni 2
Áhöld: Boltar, mörk, keilur, vesti (2 litir)
Upphitun – 10 mín
Markmið:
Koma blóðflæði af stað til hjarta, örva vöðva, mýkja liði og forðast meiðsli.
Áhersla:
Sendingar og móttökur
Æfingar:
Skokk í kringum hálfan völl
- Án bolta
- Rekja utanfótar hægri
- Rekja utanfótar vinstri
- Tvær og tvær senda á milli innanfótar x2, einn hringur hvor fótur
- Tvær og tvær senda á milli utanfótar x 2, einn hringur hvor fótur
Aðalþáttur 1 - 20 mín
Markmið: markskot.
Áhersla: ristaspyrnur
Æfing: skipt í 4 manna lið. Stórt afmarkað svæði með fjórum mörkum, einu á hverri hlið, ca 20 boltum dreift um svæðið, ekki mjög nálægt mörkunum, engir markverðir. Tveir úr fyrstu tveimur liðunum byrja inná, hinir bíða einn í hverju horni. Þegar þjálfari flautar eiga þeir þsem eru inná að velja sér bolta og reyna að skóta í mark, eftir hvert skot er sprett að þeim sem bíða og skipt inná. Þegar öllum boltum hefur verið skotið að marki er umferðin búin og skipt um lið.
Aðalþáttur 2 – 25 mín
Markmið: móttökur, innanfótarspyrnur, auk leikskilning, samvinna liðs og markskot.
Áhersla: samvinna
Æfingar: skipt í 3-4 lið og spilað á litlum velli, hámark 5:5, hver leikur ca 7 mín. Ef þrjú lið æfir liðið sem bíður markskot. Ef fjögur lið er spilað á tveimur völlum og allir spila við alla.
Niðurlag - 5 mín
Markmið: endurheimt að lokinni æfingu, koma líkamanum í ró og teygja á vöðvum.
Áhersla: spjalla
Æfingar: teygjur og spjall