Hópeflileikir

Að kynnast betur  

Það skapar samheldni þegar börn kynnast hvoru öðru betur. Þá er auðveldara fyrir þau að eignast vini og taka tillit til hvors annars.

 

 1. Æfing - Senda handaband af stað.  

Undirbúningur:  

Leikmenn eru í einum hópi nema fjöldi þeirra fari yfir 20, þá er gott að skipta þeim í tvo eða fleiri hópa. 

Svona er gert: 

Leikmenn standa í hring og haldast í hendur.

Þú byrjar leikinn með því að senda handaband af stað til hægri. 

Þegar leikmaður fær handaband, verður hann að senda það áfram. 

Taktu tímann á því hversu langan tíma það tekur handabandið að komast aftur til þín. Endurtakið nokkrum sinnum og reynið að bæta tímann.  

Ábendingar:

Prófaðu að loka augunum í æfingunni, athugið hvort það hafi áhrif á einbeitingu og hraða.  

Prófaðu að senda tvöfalt handaband af stað eða hneigja þig, leggja höndina á öxl næsta manns eða heilsa kjánalega. 

 

 1. Æfing - Einn, tveir, þrír blikk. 

Undirbúningur: 

Leikmenn eru í einum hópi nema fjöldi þeirra fari yfir 20, þá er gott að skipta þeim í tvo eða fleiri hópa. 

Svona er gert: 

Allir leikmenn standa í hring, horfa niður á jörðina og segja hátt í kór: "Einn, tveir, þrír - blikk" 

Á "blikk" líta allir upp, opna augun og horfast í augu við þann sem þau sjá fyrst. 

Ef sá sem þú horfir á horfir einnig á þig skiptið þið um stað.  

Þegar leikmennirnir fara fram hjá hver öðrum, gefa þeir hver öðrum "háa-fimmu". 

Ábendingar: 

Breyta má æfingunni með því að setja leikmenn í pör nema einn leikmann sem er stakur. Pörin standa í hring og annar í parinu stendur fyrir framan hinn og sá aftari setur höndina á bakið á þeim sem er fyrir framan hann.  

Leikmaðurinn sem stendur einn, reynir nú að blikka einn af þeim sem stendur í innri hringnum. Þessi leikmaður verður nú að reyna að hlaupa til "blikkarans". Spilarinn sem stendur fyrir aftan reynir að stoppa leikmanninn og heldur fast í þann sem vill hlaupa.  

Ef spilaranum tekst að hlaupa frá skiptir hann við "blikkarann" og er nú orðinn blikkarinn sjálfur. Sá sem var "blikkari" fer og verður að pari.  

 

 

 1. Æfing - Finna samnefnarann 

Undirbúningur: 

Skiptu leikmönnum í 5-7 manna hópa.  

Svona er gert:

 1. Hver hópur finnur 10 samnefnara sem eiga við um alla í hópnum, það getur verið hárlitur, bókstafir í nafni eða fjöldi systkina.  

 1. Hópurinn sem fyrst finnur 10 samnefnara kynnir þá fyrir hinum hópunum.  

Ábending: 

Bentu spilurunum á að því meira sem þeir taka þátt því hraðar geta þeir komið með tillögur að sameiginlegum samnefnara. 

 

 

 1. Æfing - Finndu þrjár breytingar 

Undirbúningur:  

Raðaðu leikmönnum í pör.  

  

Svona er gert:  

 1. Leikmenn standa í tveimur röðum og pörin standa á móti hvoru öðru í röðinni.   

 1. Pörin heilsast með handarbandi og kynna sig með nafni. Haldast svo í hendur í um 20 sekúndur og horfa vel á hvort annað.  

 1. Annar leikmaðurin tekur 10 skref aftur á bak og snýr baki í félagann.  

 1. Leikmaðurinn sem stendur eftir verður að breyta þremur hlutum í útliti sínu. Til dæmis setja peysuna á rönguna, setja úrið á hina höndina, fjarlægja eyrnalokk eða breyta hári eða svipbrigði.  

 1. Leikmaðurinn snýr svo aftur að félaganum og á að giska á hvað hefur breyst. Leikmenn skipta svo um hlutverk.  

 

Ábending: 

 • Gerið æfinguna án þess að tala saman. Prófið þess í stað að nota handabendingar og svipbrigði. 

 • Æfinguna má líka gera með þremur leikmönnum í hóp í stað tveggja.

 

 

 

 1. Æfing - Nafnaleikur  

Undirbúningur:

Verið í einum hópi ef fjöldi leikmanna er undir 20. Ef þeir fara yfir 20 er gott að skipta þeim í tvo eða fleiri hópa.  

 

Svona er gert: 

 1. Leikmennirnir mynda hring. Sá sem byrjar segir: „ ég heiti Jónas, hvað heitir þú?“ Jónas hendir boltanum til annars leikmanns. Sem svarar og segir; „ég heiti Máni, hvað heitir þú?“ og Máni lætur boltann ganga áfram.  

 1. Haldið áfram þar til allir í hringnum hafa prófað.  

 

Góð ráð: 

 • Breytið æfingunni með því að endurtaka nöfn hvors annars. Fyrsti leikmaður segir: „ ég heiti Jónas, hvað heitir þú?“ Næsta leikmaður segir: „þú heitir Jónas, ég heiti Máni, hvað heitir þú?“ Næsti segir þá „þú heitir Máni, ég heiti Davíð, hvað heitir þú?“ Haldið áfram þar til allir hafa prófað. Ef leikmaður á í vandræðum með að muna nafn getur nágrannaleikmaður hjálpað.  

 • Ef allir leikmenn þekkja hver annan má breyta æfingunni með því að „ Ég heiti Jónas, mér líkar við......... Leikmaður getur nefnt nafnið á íþróttafélagi, mat, drykk eða eitthvað annað.  

 • Þriðja útgáfan er að leikmaður fari inn í miðjan hringinn, segir nafnið sitt og gerir hreyfingu í leiðinni. Þá endurtaka hinir leikmennirnir „þú heitir .......“ og endurtaka í leiðinni hreyfinguna sem leikmaðurinn gerði. Leikmenn skiptast svo á að fara inn í hringinn og segja nafnið sitt og gera hreyfingu í leiðinni.  

 

 

 

 1. Æfing - Allir þeir sem ...  

Undirbúningur:  

Verið í einum hópi ef fjöldi leikmanna er undir 20. Ef þeir fara yfir 20 er gott að skipta þeim í tvo eða fleiri hópa.  

 

Svona er gert: 

 1. Allir leikmenn standa í hring. Svæði hvers og eins er afmarkað með til dæmis keilu eða peysu.   

 1. Leikmaður fer inn í hringinn og segir fullyrðingu sem á við hann. „Allir sem borða kjötbollur/...sem likar að hjóla/...hafa bláan sem uppáhaldslit/...eiga systkini/...eiga gæludýr“. 

 1. Allir leikmenn sem eru sammála fullyrðingunni stíga fram og skipta um stað við annan leikmann sem var líka sammála fullyrðingunni. Persónan sem stendur í miðjunni reynir að komast inn í laust svæði.  t 

 1. Sá sem nær ekki plássi á svæði þarf að fara í mðjuna og koma með næstu fullyrðingu.  

 

Gott ráð: 

Láttu leikmenn sitja á meðan æfingin er gerð. Það kemur hjartslættinum af stað að standa upp og setjast aftur niður í hvert skipti sem skipt erum stað.  

 

 

 

 1. Æfing - heilsast 

Þegar vel er tekið á móti barni finnst því það velkomið. Því finnst það tilheyra og vera hluti af  hópnum.

 

Undirbúningur: 

Verið í einum hópi ef fjöldi leikmanna er undir 20. Ef þeir fara yfir 20 er gott að skipta þeim í tvo eða fleiri hópa.  

 

Svona er gert: 

 1. Leikmenn labba í kringum og á milli hvors annars.  Þú velur hversu mörgum þú ferð fram hjá. Hver umferð tekur 60 sekúndur. 

 1. Í fyrstu umferð er verkefnið að horfa í augu þeirra sem þú mætir.  

 1. Í annarri umferð segja leikmenn „hæ“ við þá sem þeir mæta.  

 1. Í þriðju umferð stoppa leikmennirnir og heilsa þeim sem þeir mæta með handabandi.  

 

Gott ráð: 

Í næstu umferðum geta leikmenn breytt til þegar þeir mætast, beygt sig, krupið niður, lagt hönd á öxl hvors annars eða heilsað kjánalega. 

 

 

 

 1. Æfing - Liðsvinur 

Það getur verið erfitt að koma inn sem nýr leikmaður í liði – sérstaklega ef þú þekkir engan.

Liðsvinur tekur vel á móti nýjum leikmanni, passar að hann byrji vel. Verkefnið að vera liðsvinur er í þrjár vikur og gott er að skiptast á svo sem flestir fái að prófa.  

Liðsvinur segir nýja leikmanninum frá öllum reglum, skráðum sem  óskráðum og fræðir hann um allt sem gott er að vita, til dæmis hvort einhverjar sérstakar hefðir séu hjá íþróttafélaginu og sýnir honum íþróttasvæðið. 

 

Svona er gert:  

 1. Byrjaðu á að spjalla við liðið um hvað það geti gert til að taka vel á móti nýjum leikmanni.  

 1. Veldu liðsvin fyrir nýjan leikmanninn í liðinu.  

 1. Það er mikilvægt að þú skapir gott andrúmsloft í kringum það að vera liðsvinur. Það verður að vera skemmtilegt verkefni, ekki leiðinleg skylda.  

 

Gott ráð: 

Ræddu einnig við leikmenn um hvernig þeir upplifðu að vera nýr leikmaður í liðinu. Hvað gekk vel og hvað hefði getað gengið betur.