Körfuboltaæfingar

Unnið af Elvar Már Friðriksson og liðsfélögum hans í BarryUniversity.

 Æfing 1 - (5-10 mín) 

Stöðudrippl: Hægt er að gera ýmsar æfingar í stöðudrippli. Byrja með einn bolta og fara hringi í kringum mitti og lappir.

Drippla, gegnum lappir, aftur fyrir bak, áttuna osv. Frv (sjá myndband) 

 

- Þegar iðkendur eru komnir með tök á því þá er hægt að fara í tvo bolta og gera sömu rútínu. 

 

Æfing 2 – (10 mín) 

Sikk sakk drippl upp og niður völlin: 

Sama á við um það og æfingu 1, hægt er að skipta þessu upp og taka 1-2 hringi af hverri hreyfingu - sjá myndband 

 

 

Sendingaræfingar: 

Æfing 3 – (5-10 mín) 

Tveir saman með 5-6 metra millibil. Gólfsendingar, brjóstsendingar, yfir haus sendingar (sjá myndband) 

 

Æfing 4 – (10 mín) 

Tveir saman hliðar saman hliðar og senda á milli, þegar komið er að miðjunni þá tekur annar aðilinn boltan dripplar að körfu ásamt því að gera hreyfingu og klárar með sniðskoti, þegar farið er til baka, er skipt um stöður svo að hinn aðilinn gerir hreyfingu í þetta skipti. (Sjá myndband) 

 

Æfing 5 – (10 mín) 

Sendinga átta 

Þrír saman, samtals 5 sendingar upp völlinn. Hleypur fyrir aftan manneskjuna sem þú sendir boltan á. Eftir 5 sendingar þá klárar aðilinn sem fær 5 sendinguna með sniðskoti. 

 

Skotæfingar

 

Æfing 6 – (20 mín) 

Tveir - þrír saman. Einn frákastari og einn skotmaður (ef þrír saman þá er einn frákastari, einn sendingamaður og einn skotmaður) - notað 2 bolta þegar þrír aðilar vinna saman. 

5 staðir (horn, kantar, miðja) 10 skot nálægt, 10 á millifæri og 10 þristar. Skipt um skotmann eftir 10 skot. Gengur þannig koll af kolli þangað til að klárað er hringinn. 

 

Æfing 7 – (5-10 mín) 

Sniðskot. Einn bolti, sniðskot með hægri og vinstri. Snúa fram snúa aftur, nota spjald og án spjalds. 30 sek í senn, hinn aðilinn telur hversu mörg sniðskot félaginn hittir 

 

 

Æfing 8 – (15-20 mín) 

Skotæfing + boltaæfingar 

Nota keilu á þriggjastiga línu og aðilinn byrjar 4-5 metrum fyrir aftan keiluna. Rekur boltan að keilu og gerir eina af hreyfingum sem hann hefur lært að nota, og klárar á ýmsa vegu. T.d. Sniðskot, stökkskot, þriggjastiga skot os.frv 

(Sjá myndband) 

 

Spil

 

Æfing 9 – (20-25 mín) 

 Í lok æfingar er hægt að spila, 5 á 5, gott hópefli þar sem hægt er að setja reglur, þar sem allir þurfa að snerta boltan í hverri sókn til að virkja alla iðkendur áður en skotið er á körfuna.. 

  • Einnig er hægt að spila eftir venjulegum leikreglum. 

 

Þessar æfingar geta stuðlað að góðu hópefli, þar sem krakkar gera æfingar saman sem eru krefjandi en jafnframt skemmtilegar. Æfingarnar henta iðkendum á öllun aldri þar sem flestar æfingarnar eru undirstöðuatriði í körfubolta.