Komið þið sæl kæru foreldrar/forráðamenn 

 

Okkur langar til að kynna fyrir ykkur námskeið sem til stendur að halda hjá (Nafn á íþróttafélagi) á næstunni. 

Námskeiðið gengur undir nafninu Einn fyrir alla, allir fyrir einn. Markmið námskeiðsins er að stuðla að bættum samskiptum meðal iðkenda í hópíþróttum. Því miður er það staðreynd að ljótt og neikvætt orðbragð og ósæmileg hegðun bæði innan vallar sem utan er þekkt vandamál og viðgengst hjá mörgum félögum. Þetta er hegðun sem á sér stað á æfingum, á samfélagsmiðlum, í leikjum o.s.frv. Þetta er hegðun sem við viljum binda enda á og höfum sett saman mjög skemmtilegt og fræðandi námskeið sem barninu þínu gefst kostur á að sækja. Námskeiðið er þannig uppbyggt að þekktur einstaklingur innan greinarinnar (Nafn á stjörnu) ætlar að koma og fræða barnið ykkar um heilbrigð og jákvæð samskipti innan vallar sem utan á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Í upphafi verður stuttur og fræðandi fyrirlestur fyrir börnin um þessi málefni og á eftir verða þessir þættir æfðir með því að fara í félagsfærni leiki, leiki með bolta og leiki án bolta svo dæmi sé tekið. Á meðan að börnin eru í leikjunum þá fáið þið kæru foreldrar/forráðamenn fræðslu um jákvæða og uppbyggjandi framkomu á íþróttaleikjum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir íþróttafélög, iðkendur og foreldra að taka höndum saman og binda enda á þessa óæskilegu og leiðu hegðun. 

 

Með kærri kveðju 

Erindi og (Nafn á íþróttafélagi)