Erindi býður upp á samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög þar sem foreldrum, börnum og þjálfurum býðst ráðgjöf að kostnaðarlausu.
Erindi hefur einnig útbúið samskiptaáætlun sem félagið getur fengið til afnota.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hafðu samband í s. 517 0400 eða erindi@erindi.is

 

Dæmi um þjónustusamning

Erindi samtök um samskipti og skólamál (hér eftir nefnt Erindi) kt. 650214-0480, Spönginni 37, 112 Reykjavík og xxx (hér eftir nefnt íþróttafélagið) gera með sér eftirfarandi þjónustusamning er varða samskiptavanda þeirra barna og unglinga er stunda íþróttir hjá xxx. Þjónustusamningurinn er í eftirfarandi þáttum...

 

1. gr

Erindi skuldbindur sig til að veita iðkendum á aldrinum 6-18 ára og fjölskyldum þeirra ráðgjöf er varða samskiptavanda sem upp kemur í íþróttafélaginu. Fimm tímar hjá löggiltum ráðgjafa eru þeim að kostnaðarlausu. Ráðgjafarnir eru bundir fullum trúnaði við skjólstæðinga sína.

 

2. gr

Erindi skuldbindur sig til að veita þjálfurum íþróttafélagsins ráðgjöf hjá löggiltum ráðgjafa. Fimm tímar fyrir hvert mál eru félaginu að kostnaðarlausu.

 

3.gr

Við undirritun samningsins býður Erindi íþróttafélaginu upp á kynningu á starfsemi sinni, á samningnum og Samskiptaáætluninni þeim að kostnaðarlausu.

 

4. gr

Íþróttafélagið skuldbingur sig til að kynna foreldrum og forráðamönnum iðkenda samninginn og rétt þeirra til ráðgjafar hjá Erindi.

 

5. gr

Íþróttafélagið skuldbindur sig til að setja upplýsingar um hvernig nálgast megi þjónustu Erindis á heimasíðu sína fyrir foreldra.

 

6. gr

Við undirskrift samningsins fær íþróttafélagið Samskiptaáætlun Erindis sem það skuldbindur sig til að setja á heimasíðu sína, kynna foreldrum og vinna eftir í samskiptamálum.

 

7.gr

Erindi skuldbindur sig til að halda reglulega fyrirlestra, fræðslu og námskeið fyrir þjálfara og aðra sem vinna með börnum. Slíkir fræðsla er gegn vægu gjaldi hverju sinni og má finna upplýsingar um slíka fræðslu á heimasíðu Erindis.

 

 

Ráðgjafar og starfsfólks Erindis eru bundnir fullum trúnaði í öllum málum. Komi til samskiptavanda á milli barna og fullorðinna veitir Erindi þjónustu fyrir hlutaðeigandi í samstarfi við fyrirtækið Officium.

 

 

 

______________________________

Dagsetning og staður

___________________________________

f.h Erindis

 

___________________________________

f.h. xxx