Fréttir

Námskeið fyrir ungt íþróttafólk

Hreiðar Haraldsson íþróttasálfræðiráðgjafi ætlar að bjóða upp á námskeið fyrir ungt íþróttafólk þar sem unnið er með einbeitingu og sjálfstraust. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Erindis í Spönginni og er fjögur skipti. Skráning fer fram í gegnum pantanir hér á síðunni.
Lesa meira

Núvitunarnámskeið í apríl

Í byrjun apríl fer af stað núvitundarnámskeið fyrir börn. Þetta námskeið hefur verið mjög vinsælt og skráning er þegar hafin undir pantanir hér á síðunni.
Lesa meira

Nýtt námskeið í núvitund fyrir börn

Núvitundarnámskeið fyrir börn fer nú aftur af stað hjá okkur og verður á miðvikudögum. Skráning fer fram undir pantanir.
Lesa meira

Sterkar í núinu

Nýtt námskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára fer af stað í lok janúar þar sem unnið með núvitund og velvild í eigin garð. Skráning fer fram undir pantanir - núvitundarnámskeið.
Lesa meira

Saman í liði

Erindi, Heimili og skóli og Félag grunnskólakennara halda saman ráðstefnu í tilefni að Degi gegn einelti og Foreldradegi Heimilis og skóla föstudaginn 10.nóvember. Ráðstefnan er frá 14-17 í sal Íslenskrar Erfðagreiningar og er opin öllum og aðgangur ókeypis. Umræðuefni ráðstefnunnar eru samskipti í víðum skilningi.
Lesa meira

Núvitund fyrir börn

Námskeið í núvitund fer aftur af stað 23.október fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Erindis á mánudögum frá 17.15 til 18.15. Skráning fer fram undir pantanir hér á síðunni.
Lesa meira

Frjálsari þú!

Frábært tækifæri fyrir ungt fólk að kynnast aðferðum markþjálfunar, velta fyrir sér fyrirmyndum og efla sjálfsmynd sína. Allar frekar upplýsingar eru hér https://www.markthjalfahjartad.is/frjalsari-thu
Lesa meira

Ráðgjafarþjónusta Erindis veturinn 2016 - 2017

Nú er fyrsta heila skólaárinu, eftir að Samskiptasetur Erindis opnaði, að ljúka. Eftirspurn eftir ráðgjafarþjónustu Erindis hefur vaxið jafnt og þétt á skólaárinu og hefur Erindi þurft að bæta við sig ráðgjöfum til að anna eftirspurn og enn fleiri bætast í hópinn í haust. Allir ráðgjafar Erindis eru fagmenntaðir og höfum við í okkar ráðgjafahópi náms- og starfsráðgjafa, uppeldis- og menntunarfræðing, þroskaþjálfa, fjölskyldufræðinga, grunnskólakennara, uppeldisráðgjafa, lýðheilsufræðing og félagsráðgjafa.
Lesa meira

Fyrirlestur á vegum Erindis og Borgarbókasafnins í Spönginni.

Á síðustu 20 árum hefur orðið jöfn og þétt fjölgun innflytjenda á Íslandi og samfélagið þar með að þróast í átt fjölmenningar. Í erindinu verður fjallað um félagsheim íslenskra ungmenna á aldrinum 11-15 ára með hjálp landskönnunarinnar Heilsa og lífskjör skólabarna.
Lesa meira

Erindi og Afturelding undirrita samstarfssamning

Erindi - samtök um samskipti og skólamál og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að Erindi veiti félaginu fræðslu um samskiptamál barna og unglinga og mögulegan samskiptavanda sem upp getur komið.
Lesa meira