Erindi og Glætan í samstarf

 

Glætan er félags- og tómstundamiðstöð fyrir börn og ungmenni sem eiga undir högg að sækja félagslega, eiga í samskiptaerfiðleikum, líða fyrir félagslega einangrun, afskiptleysi og einsemd af ýmsum ástæðum, s.s. vegna eineltis og skorts á félagsfærni og/eða eiga erfitt með að njóta sín í almennum viðfangsefnum sem standa jafnöldrum þeirra til boða. Glætan býður upp á skapandi viðfangsefni sem ætlað er að opna þátttakendum nýja möguleika í lífinu. 

 

Markmiðið með starfinu er að byggja upp jákvæða sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þátttakenda, efla traust, samskiptafærni og trú á eigin getu í skapandi verkefnum og hvetjandi samskiptum. Sjálfskoðun og sjálfsskilningur er ríkur þáttur í öllu starfinu. Leiðarljósin í starfinu eru virðing, virkni, vinátta og von.

 

Starfsemi Glætunnar er til húsa að Auðbrekku 26 í Kópavogi. Hægt er að hafa samband í síma 8611582, 517 0400 eða 626 0400. Einnig með því að senda tölvupóst á glaetan@erindi.is.

 

 

Leiðarljós í starfinu eru Virðing – Virkni – Vinátta - Von