Þriðjudaginn 7. mars kl 17 flytur Eyrún María Rúnarsdóttir doktorsnemi og stundakennari við Uppeldis - og menntunarfræðideild H.Í

 Fyrirlesari er Eyrún María Rúnarsdóttir, doktorsnemi og stundakennari við Uppeldis- og menntunarfræðideild H.Í.

Á síðustu 20 árum hefur orðið jöfn og þétt fjölgun innflytjenda á Íslandi og samfélagið þar með að þróast í átt fjölmenningar. Í erindinu verður fjallað um félagsheim íslenskra ungmenna á aldrinum 11-15 ára með hjálp landskönnunarinnar Heilsa og lífskjör skólabarna.

Sagt verður frá niðurstöðum yfirstandandi doktorsrannsóknar og sjónum sérstaklega beint að stöðu ungmenna af erlendum uppruna. Í því skyni er staða þeirra skoðuð útfrá félagslegu og efnahagslegu baksviði barnanna, upplifun þeirra af bekkjarsamfélagi sínu,  einelti og stuðningi vina. Þá verða tekin dæmi úr erlendum rannsóknum um þessi  efni og því velt upp hvort og hvernig reynsla annarra þjóða getur verið leiðarljós hér á landi. 

Fyrirlesturinn er á vegum Erindis - samtaka um samskipti og skólamál. www.erindi.is

 

Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is
Sími 411 6230