Ráðgjafarþjónusta Erindis

 

Samskiptasetur Erindis býður upp á margvíslega ráðgjafarþjónustu sem miðar að stuðningi og úrlausnum í málum sem varða samskipti og félagsþroska barna og unglinga.

Ráðgjöfin er ætluð börnum undir 18 ára aldri, fjölskyldum þeirra og þeim stofnunum þar sem börn stunda nám eða frístundastörf. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, viðtöl við hópa, fjölskylduráðgjöf og ráðgjöf eða samráð við skóla- og frístundastofnanir. Þá er boðið upp á talsmannaþjónustu þar sem forráðamenn geta óskað eftir aðila sér til fylgis á samráðsfundi sem varða börn þeirra.

Ráðgjafarþjónustan veitir sérstaka jafningjaráðgjöf fyrir börn og unglinga undir heitinu Erindrekar þar sem ungt fólk styður ungt fólk með hvatningarviðtölum og deilir eigin reynslu. Jafningaráðgjöfin býður jafnframt upp á stuðningshópa barna og unglinga þar sem leitast er við að brjóta múra einangrunar.

Ráðgjöf í einstökum málum er þjónustunotendum að kostnaðarlausu í þrjú skipti. Þurfi frekari aðgerða við er kostnaður sambærilegur við aðra skylda sérfræðiþjónustu.

Margvísleg ráðgjafarþjónusta er í boði

  • Fjölskylduviðtöl (þrjú viðtöl). Prógramm með verkefnum milli viðtala.

  • Einstaklingsviðtöl (þrjú viðtöl). Prógramm með verkefnum milli viðtala
     
  • Jafningjaráðgjöf (Erindrekar). Eitt hvatningarviðtal byggt á hugmyndafræði verkefnisins Ást gegn hatri.

  • Talsmannaþjónusta. Hugsuð sem stuðningur við foreldra eða einstakling við að reka erindi eða vinna með skóla eða öðrum stofnunum. Undirbúningur og farið með einstaklingi á staðinn/fundi o.s.frv.

  • Stuðningshópar með handleiðslu. Fara fram einu sinni í viku í samskiptasetri og eru opnir þeim sem vilja.

  • Ráðgjöf við starfsfólk skóla og aðrar stofnanir samkvæmt beiðni.