Ráðgjafarþjónusta Erindis veturinn 2016 - 2017

Nú er fyrsta heila skólaárinu, eftir að Samskiptasetur Erindis opnaði, að ljúka. Eftirspurn eftir ráðgjafarþjónustu Erindis hefur vaxið jafnt og þétt á skólaárinu og hefur Erindi þurft að bæta við sig ráðgjöfum til að anna eftirspurn og enn fleiri bætast í hópinn í haust. Allir ráðgjafar Erindis eru fagmenntaðir og höfum við í okkar ráðgjafahópi náms- og starfsráðgjafa, uppeldis- og menntunarfræðing, þroskaþjálfa, fjölskyldufræðinga, grunnskólakennara, uppeldisráðgjafa, lýðheilsufræðing og félagsráðgjafa.
Lesa meira

Fyrirlestur á vegum Erindis og Borgarbókasafnins í Spönginni.

Á síðustu 20 árum hefur orðið jöfn og þétt fjölgun innflytjenda á Íslandi og samfélagið þar með að þróast í átt fjölmenningar. Í erindinu verður fjallað um félagsheim íslenskra ungmenna á aldrinum 11-15 ára með hjálp landskönnunarinnar Heilsa og lífskjör skólabarna.
Lesa meira

Erindi og Afturelding undirrita samstarfssamning

Erindi - samtök um samskipti og skólamál og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að Erindi veiti félaginu fræðslu um samskiptamál barna og unglinga og mögulegan samskiptavanda sem upp getur komið.
Lesa meira

Íslenskir unglingar á Yellow

Nokkuð hefur borið á viðvörunum á netinu að undanförnu, þar sem fólk er varað við nýju smáforriti sem kallað er Tinder fyrir börn, en Tinder er stefnumótaforrit fyrir fullorðna.
Lesa meira

Erindi og Glætan í samstarf

Glætan er félags- og tómstundamiðstöð fyrir börn og ungmenni sem eiga undir högg að sækja félagslega, eiga í samskiptaerfiðleikum, líða fyrir félagslega einangrun, afskiptleysi og einsemd af ýmsum ástæðum, s.s. vegna eineltis og skorts á félagsfærni og/eða eiga erfitt með að njóta sín í almennum viðfangsefnum sem standa jafnöldrum þeirra til boða. Glætan býður upp á skapandi viðfangsefni sem ætlað er að opna þátttakendum nýja möguleika í lífinu.
Lesa meira

Ráðgjafarþjónusta Erindis

Samskiptasetur Erindis býður upp á margvíslega ráðgjafarþjónustu sem miðar að stuðningi og úrlausnum í málum sem varða samskipti og félagsþroska barna og unglinga.
Lesa meira

Erindi auglýsir eftir ráðgjöfum

Vegna aukinna verkefna óskar Erindi eftir ráðgjöfum í einstaka verkefni eftir þörfum. Nauðsynlegt er að viðkomandi sé náms- og starfsráðgjafi, fjölskylduráðgjafi, félagsráðgjafi eða hafi aðra ráðgjafamenntun. Einnig óskar Erindi eftir áhugasömum íþrótta- og tómstundafræðingum í tímabundin verkefni. Frekari upplýsingar á erindi@erindi.is
Lesa meira

Ný heimasíða Erindis fer í loftið

Þessa dagana standa yfir breytingar á heimasíðu Erindis - samtaka um samskipti og skólamál. Undir flipanum Bókanir er hægt er að panta áhugaverð námskeið fyrir unglinga á vegum félagsmiðstöðvarinnar Glætunnar í Kópavogi.
Lesa meira