Siðareglur starfsfólks Glætunnar
Starfsfólk Glætunnar fær leiðsögn í og undirritar eftirfarandi grundvallarreglur sem skilyrði fyrir því að starfa fyrir og í nafni miðstöðvarinnar:
Í starfi mínu fyrir Glætuna mun ég gæta þess að:
- virða mannhelgi og vinna af heilindum við að vernda velferð þeirra einstaklinga eða hópa sem ég vinn með;
- líta á það sem frumskyldu að vernda og virða einkalíf þeirra sem ég vinn með, hvort heldur þátttakenda eða starfsfélaga, og greina ekki frá trúnaðarupplýsingum sem ég fæ í starfi mínu;
- umgangast starfsfélaga af virðingu, kurteisi og sanngirni og sýna þeim og þátttakendum í starfi Glætunnar háttvísi;
- mismuna ekki þeim sem ég starfa með á grundvelli kynþáttar, lífsskoðana, aldurs, kynferðis, líkamlegs atgervis, þjóðernis, kynhneigðar eða félags- og efnahagslegrar stöðu;
- sýna fagmennsku í starfi og tilkynna stjórnendum Glætunnar og eftir atvikum viðeigandi yfirvöldum siðlausa hegðun eða brot gegn réttindum barna og ungmenna;
- viðurkenna takmörk mín og bjóða ekki þjónustu eða beita starfsaðferðum umfram hana.