Hvernig er hægt að skrá sig til þátttöku í starfi Glætunnar?

 

Hægt er að skrá sig í starf Glætunnar hvenær sem er á sérstakri skráningarsíðu á vefsíðunni www.erindi.is undir "Pantanir". Haft verður samband við þá sem skrá sig vegna nánari upplýsinga og til þess að staðfesta móttöku skráningarinnar.

Þegar ljóst er að nægilegur fjöldi hefur skráð sig til þess að hægt sé að setja af stað hóp (með u.þ.b. 8 þátttakendum) verður haft samband við þá sem hafa skráð sig og þeim boðið að staðfesta þátttöku í starfinu. Þá fyrst verður skráning bindandi. Þátttökugjald þarf að greiða fyrirfram í kjölfar staðfestingar á þátttöku.