Fyrirlestur um tölvu og snjalltækja notkun

Að vera foreldri á tækniöld er ekki einfalt.  Þróunin er hröð og það er erfitt fyrir okkur foreldra að fylgjast með hvað er að gerast í þessum sí breytilega heimi..

Ný "öpp" og nýjar hættur virðast skjóta upp kollinum í hverri viku.  En er þetta allt saman neikvætt? 

 Erindi býður upp á fyrirlestra fyrir foreldra og starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum, þar sem ræddar verða eftirfarandi spurningar: 

  • Hverjar eru hætturnar við tölvu og snjalltækjanotkun barna og ungmenna?
  • Get ég sett upp varnir og "læst" öppum og vefsíðum?
  • Hvaða öpp og vefsíður eru hættulegastar?
  • Á ég að takamarka skjátíma barnsins míns?
  • Eru einhverjar jákvæðar hliðar á þessari þróun?
  • Hvert er mitt hlutverk sem foreldri/starfsmaður?

 Fyrirlesari er Hermann Jónsson.  Hermann hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, hjá tölvuskólanum Isoft, NTV og sem fræðslustjóri Advania.  Hermann er í dag sjálfstæður kennari og býður upp á fjölbreytt úrval tölvunámskeiða.

Einnig hefur Hermann verið virkur meðlimur í Erindi og haldið fjölda fyrirlestra um uppeldi og eineltismál fyrir hönd Erindis.

 

Vinsamlegast athugið að þar sem fyrirlesari er búsettur erlendis þarf að hafa samband með góðum fyrirvara.

 

Lengd: c.a 60 min

Verð:  70.000 kr