Meðvitað uppeldi

Uppeldi er ekki einfalt.  Það er margt sem þarf að huga að og þó svo að fyrstu ár barnsins séu mikilvæg, er aldrei of seint að byrja og hvert tímabil í lífi barnanna hefur mismunadi verkefni fyrir okkur foreldra.  Það sem öll þessi verkefni eiga sameiginlegt, er að það er mikilvægt að við foreldrar séum meðvituð í uppeldinu.

Flest viljum við að börnin okkar séu dugmikil, umburðarlynd og hafi bæði samkennd og samfélgaskennd.  Við viljum kenna börnunum okkar að takast á við  reiði, gremju, vonbrigði, árekstra og óreiðu og að auki viljum við auka sjálfsálit barnsins.

En hvernig förum við að þessu?  Hvernig kennum við börnunum okkar alla þessa hluti?

Í þessum fyrirlestri, sem er stútfullur af dæmum, förum við yfir hvað við foreldrar eigum að gera til að styðja börnin okkar í uppvextinum.

Við lærum að vera meðvitaðir uppalendur.

Fyrirlesarar eru Hermann Jónsson uppeldisfræðingur og Guðrún Birna Gylfadóttir grunnskólakennari

 

Fyrirspurnir og pantanir fara fram í gegnum erindi@erindi.is