Ráðgjöf Erindis er ætluð börnum að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra.
Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, viðtöl við hópa, fjölskylduráðgjöf og ráðgjöf eða samráð við skóla- og frístundastofnanir.
Þá er boðið upp á talsmannaþjónustu þar sem forráðamenn geta óskað eftir aðila sér til fylgis á samráðsfundi sem varða börn þeirra.
Ráðgjöf í einstökum málum er skjólstæðingum að kostnaðarlausu í þrjú skipti, en ráðgjafi sér til þess að koma máli í ákjósanlegan farveg áður en máli er lokað. Kjósi skjólstæðingur að halda ráðgjöf áfram eftir það kostar hver tími 6.500 kr.
Óskir þú eftir ráðgjöf, vinsamlegast smelltu á "pantanir" hér efst til hægri, sendu tölvupóst á erindi@erindi.is eða hringu í okkur í s. 517 0400.
Ráðgjafar Erindis
Kristín Lilliendahl yfirráðgjafi
Aðjúnkt við menntavísindasvið HÍ og fjölskylduráðgjafi. M.A. í fjölskyldumeðferð, M.A. í uppeldis- og menntunarfræði, diploma í náms- og starfsráðgjöf.
Sigríður Lára Haraldsdóttir umsjónarmaður ráðgjafar
Nemi í fjölskyldumeðferð, diploma í náms- og starfsráðgjöf, grunnskólakennari B.Ed, pmto-meðferðaraðili, jógakennari.
Anna Rakel Aðalsteinsdóttir
Nemi í fjölskyldumeðferð, grunnskólakennari B.Ed., myndlistakennari.
Árni Einarsson
M.A í uppeldis og menntunarfræðum
Eva Bryndís Pálsdóttir
B.A. í sálfræði og fjölskyldufræðingur
Hanna Rún Smáradóttir
B.A í félagsráðgjöf og fjölskyldufræðingur
Klara Guðbrandsdóttir
Grunnskólakennari B.ed og M.A. í náms- og starfsráðgjöf
Sunna Þórarinsdóttir
M.A. í náms- og starfsráðgjöf