Erindi þjónustar skólasamfélagið með ýmsum leiðum.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum, vinsamlegast hafðu samband í s. 517-0400 eða erindi@erindi.is.
Viljir þú panta ráðgjöf eða úrræði, vinsamlegast smelltu á "pantanir" efst á síðunni.

 

Almenn ráðgjöf

Kennarar, námsráðgjafi, skólastjóri og annað starfsfólk skólans á rétt á einum fríum tíma til ráðgjafar vegna máls.
Í þeim tíma er leitast við að kortleggja vandann og hugsanleg úrræði.
Kjósi skóli að fá áframhaldandi ráðgjöf í viðtalsformi kostar hver tími 10.000 kr.
 
 
Betri skólabragur
 

Leið 1

Ráðgjöf og þjálfun starfshóps til að vinna markvisst með skólabrag í 2 – 3 vikur.
Innifalið er þjálfun starfshóps, námsefni og aðgangur að ráðgjafa á meðan á verkefninu stendur.
Í lokin er staðan metin og þörf fyrir áframhaldandi vinnu.

Leið 2

Ráðgjöf og þjálfun starfshóps til að vinna markvisst með skólabrag í 2 – 3 vikur.
Ráðgjafi kemur á staðinn í ca klukkustund hvorn nemendadag, til stuðnings og ráðgjafar.
Innifalið er þjálfun starfshóps, námsefni og aðgangur að ráðgjafa á meðan á verkefninu stendur.
Í lokin er staðan metin og þörf fyrir áframhaldandi vinnu.
 

Leið 3

Ráðgjöf og undirbúningur starfshóps til að vinna markvisst með skólabrag í 2 – 3 vikur.
Ráðgjafi stýrir tveimur nemendadögum, fyrir hádegi, í upphafi og enda verkefnis.
Innifalið er undirbúningur starfshóps, námsefni og aðgangur að ráðgjafa á meðan á verkefninu stendur.
Í lokin er staðan metin og þörf fyrir áframhaldandi vinnu.
 
Skólabragsnefnd
 
Ráðgjöf og undirbúningur starfshóps til að setja á fót skólabragsnefnd
Innifalið er undirbúningur starfshóps, námsefni og aðgangur að ráðgjafa á meðan nefndin er sett á laggirnar.
 
 
Nemendur - starfsfólk - foreldrar
 

Þrjú erindi um ákveðið viðfangsefni, sérsniðið að hverjum hópi fyrir sig.
40 – 60 mínútna erindi með umræðum.

Dæmi um viðfangsefni sem hægt er að velja um (hægt að óska eftir öðru):

•Hlutverk sem börn taka sér í hópum til að „lifa af“.
•Stig samskiptavanda og birtingarmynd. Hvenær grípum við inn í og með hvaða hætti.
•Hver ber ábyrgð á hverju. Hvert er hlutverk nemenda, starfsfólk og foreldra og hvar liggja mörkin?
•Jákvæður skólabragur og mikilvægi hans.

 

Athugun á samskiptum

Athugun á samskiptum nemenda, hvort sem um er að ræða samskipti ákveðinna nemenda, nemenda og starsfólks eða hópsins í heild. Í kjölfarið er gerð skýrsla með samantekt og tillögum að úrbótum. Fundur, ef óskað er eftir, þar sem farið er yfir niðurstöður og skýrsluna. 

 

Eineltisáætlun

Yfirferð á eineltisáætlun. Skriflegar athugasemdir og tillögur að úrbótum. Einnig mögulegt að fá fullmótaða samskiptaáætlun út frá óskum og þörfum. 

 
Sjálfsmynd - Örnámskeið fyrir unglinga
 
Kynjaskipt námskeið fyrir börn á unglingastigi.

Í fyrri tíma er farið er yfir hugtakið sjálfsmynd,helstu áhrifavalda sjálfsmyndar, hvernig sjálfsmyndin þróast og þroskast og hvaða áhrif jákvæð og neikvæð sjálfsmynd hefur á líðan og sjálfstraust. Í seinni tíma gefum við verkfæri til þess að efla sjálfsmyndina, auka hæfni til að koma auga á eigin styrkleika og hvernig er hægt að efla sjálfstraust sitt. 
 
Námskeiðslengd er 2x40 mínútur fyrir hvorn hóp. 

 

Sérsniðnar lausnir

Meti ráðgjafi og skóli svo að tilbúin úrræði nýtist ekki við vandann, er hægt að sérsníða út frá viðfangsefni.